Batt enda á stuðninginn við stríðið

Joe Biden og varaforsetinn Kamala Harris í utanríkisráðuneytinu í dag.
Joe Biden og varaforsetinn Kamala Harris í utanríkisráðuneytinu í dag. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti batt í dag enda á stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sádi-Arabíu í Jemen.

Þessi stefnubreyting stjórnvalda kom fram í fyrstu stóru ræðu forsetans um utanríkismál, sem hann hélt í utanríkisráðuneytinu í dag.

Á sama tíma tilkynnti hann að áform forverans um flutning hermanna frá Þýskalandi hefðu verið stöðvuð að sinni. Þá lofaði hann að Bandaríkin myndu beita sér harðar gegn því sem hann lýsti sem vaxandi alræðisógn frá Kína og Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert