Rússar sagðir æfa árás á Ísland

Rússnesk Tupolev Tu-22M3-sprengjuflugvél. Vélarnar sem Rússar notuðu á æfingu í …
Rússnesk Tupolev Tu-22M3-sprengjuflugvél. Vélarnar sem Rússar notuðu á æfingu í vikunni voru af gerðinni Tu-160. AFP

Rúss­neski flug­her­inn viðraði tvær sprengjuflug­vél­ar sín­ar af gerðinni 17 Tu-160 á dög­un­um þegar þær flugu 6.000 mílna hring í kring­um Norður-Evr­ópu.

Um er að ræða kraft­mestu sprengjuflug­vél­ar rúss­neska hers­ins, en sam­kvæmt um­fjöll­un For­bes eru þær al­geng sýn í loft­helgi Evr­ópu, auk þess sem þær séu stund­um notaðar til að skjóta mjög lang­dræg­um flug­skeyt­um á svæði upp­reisn­ar­hópa í Sýr­landi.

En þessi til­tekna flug­ferð gæti reynst sér­stök, ann­ars veg­ar fyr­ir þær sak­ir að þær séu hugs­an­lega svar við þeim áætl­un­um Banda­ríkja­hers að staðsetja tvær B-1-sprengjuflug­vél­ar í Nor­egi í fyrsta sinn. Hins veg­ar er talið að Rúss­arn­ir gætu hafa verið að æfa sjald­gæfa flug­leið sem gæti orðið mik­il­væg komi til stríðs.

Tu-160-flug­vél­arn­ar geta borið bæði kjarn­orku- og hefðbundn­ar sprengj­ur, en þær geta ekki gert árás­ir á skip og myndu því gera fasta­land að skot­marki, að því er seg­ir í um­fjöll­un For­bes. Rúss­neski flug­her­inn hef­ur sést á æfa á Tu-160-flug­vél­un­um yfir Svarta hafi, Eystra­salti, Norður­sjó og Atlants­hafi, sem gef­ur til­efni til að ætla að þeir gætu haft í huga árás­ir á her­stöðvar í Úkraínu sem og í norður­vígi Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Æfing þess­ar­ar viku var hins veg­ar sögð sér­stök að því leyti að flogið hafi verið frá her­stöð í Eng­els í vest­ur­hluta Rúss­lands norður yfir Atlants­hafið og svo vest­ur yfir Sval­b­arða, suður í Nor­egs­haf, aust­ur eft­ir strönd Nor­egs og þaðan aft­ur til Eng­els. 

Nálguðust Ísland úr óvæntri átt

Tvær F-16-orr­ustuþotur norska hers­ins trufluðu flug rúss­nesku Tu-160-vél­anna við norður­hluta Nor­egs, en það sem vakti helst at­hygli var sá hluti æf­ing­ar­inn­ar þar sem flug­vél­arn­ar nálguðust Ísland úr norðri áður en þær breyttu um stefnu og héldu aft­ur aust­ur á leið.

Ekki er ljóst hversu oft rúss­neski flug­her­inn hef­ur flogið þessa leið á und­an­förn­um árum, en hugs­an­legt er að um hafi verið að ræða svar við auk­inni vökt­un Atlants­hafs­banda­lags­ins á loft­helgi Íslands und­an­far­in miss­eri.

Ítalski, banda­ríski og breski flug­her­inn hef­ur meðal ann­ars sinnt loft­helgigæsl­unni, og er þá hafsvæðið milli Íslands og Græn­lands, Íslands og Bret­lands og loks Bret­lands og Græn­lands vaktað, svo­kallað GIUK-hlið, en á stríðstím­um myndi Atlants­hafs­banda­lagið lík­lega leggja mikla áherslu á að hindra aðgang Rússa inn á þetta svæði og myndu Rúss­ar þá lík­lega reyna að bæla varn­araðgerðir banda­lags­ins, og mik­il­vægi þeirr­ar aðgerðir aukast eft­ir því sem Atlants­hafs­banda­lagið eyk­ur varn­ir sín­ar á svæðinu.

Auk áætl­ana Banda­ríkja­hers um að staðsetja B-1-sprengjuflug­vél­ar í Nor­egi hef­ur her­inn áður haft B-2-vél­ar á Íslandi, sem gætu auðveld­lega gert at­lögu að her­stöðvum Rússa á svæðinu frá Íslandi, sem ger­ir Ísland að enn mik­il­væg­ara skot­marki Rússa.

Í um­fjöll­un For­bes seg­ir að Ísland sé erfitt skot­mark, en ef ein­hver vél geti gert ár­ang­urs­ríka árás á Ísland séu það Tu-160-flug­vél­ar Rússa, sem séu svo lang­dræg­ar að þær geti flogið hring í kring­um landið og haldið sig utan skot­máls áður en þær gerðu at­lögu að land­inu með stefnu sem erfitt væri fyr­ir Atlants­hafs­banda­lagið að verja sig úr.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert