Bóluefni AstraZeneca prófað á börnum

Rannsókn á áhrifum bóluefnis Oxford-AstraZeneca á börn hefst í Bretlandi …
Rannsókn á áhrifum bóluefnis Oxford-AstraZeneca á börn hefst í Bretlandi síðar í mánuðinum, þar sem 300 sjálfboðaliðar munu taka þátt. AFP

Rannsókn á áhrifum bóluefnis Oxford-AstraZeneca á börn hefst í Bretlandi síðar í mánuðinum, þar sem 300 sjálfboðaliðar munu taka þátt.

Vísindamenn munu rannsakahvort bólusetning valdi sterku ónæmisviðbragði í börnum á aldrinum sex til 17 ára.

Alls munu um 240 börn fá bóluefni frá AstraZeneca og um 60 börn í samanburðarhópi fá bóluefni við heilahimnubólgu.

Andrew Pollar, prófessor í sóttvörnum barna og forsvarsmaður rannsóknarinnar, segir að þrátt fyrir að kórónuveiran hefði lítil áhrif á börn væri mikilvægt að rannsaka áhrif bóluefnisins á börn, þar sem sum þeirra gætu haft gagn af bólusetningu gegn veirunni.

Stór hluti Breta hefur þegar verið bólusettur gegn kórónuveirunni með bóluefni AstraZeneca, auk bóluefnisins frá Pfizer, en nokkur Evrópulönd hafa orðað áhyggjur af áhrifum bólefnis fyrirtækisins á eldra fólk og jafnvel ákveðið að bólusetja ekki fólk eldra en 65 ára með efninu. Þeirra á meðal er Ísland.

Þá hefur bóluefni AstraZeneca takmörkuð áhrif gegn suðurafríska afbrigði veirunnar.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert