Donald Trump sýknaður öðru sinni

Forsetinn veifaði viðstöddum þegar hann yfirgaf höfuðborgina 20. janúar. Hann …
Forsetinn veifaði viðstöddum þegar hann yfirgaf höfuðborgina 20. janúar. Hann hefur nú verið sýknaður af ákæru þingsins. AFP

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur sýknað Donald Trump fyrrveranda Bandaríkjaforseta af ákæru fulltrúadeildar þingsins til embættismissis.

Tvo þriðju hluta at­kvæða viðstaddra þarf til að sak­fella í máli sem þessu.

Atkvæði féllu svo að 57 greiddu atkvæði með sakfellingu og 43 greiddu atkvæði með sýknu.

Fulltrúadeildin ákærði Trump til embættismissis 13. janúar öðru sinni, sem á sér engin fordæmi í bandarískri sögu. Átti hann þá aðeins ósetið eina viku á valdastóli.

Fyrir deildinni lá að vega og meta hvort dæma skyldi Trump fyrir það sem bandaríska stjórnarskráin kallar „glæpi á háu stigi og misgjörðir“. Hann var ákærður til embættismissis í fulltrúadeildinni fyrir að „hvetja til innrásar“ í þinghúsið í ræðu í Washington 6. janúar, sem stuðningsmenn hans svo gerðu.

Fimm manns biðu bana í áhlaupinu, þar á meðal lögregluþjónn.

Saksóknarar fulltrúadeildarinnar gengu inn í þingsal öldungadeildar á þriðjudag. Nú …
Saksóknarar fulltrúadeildarinnar gengu inn í þingsal öldungadeildar á þriðjudag. Nú er réttarhöldunum lokið. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert