Biden kallar eftir strangari byssulöggjöf

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Bandaríkjaþing herði byssulöggjöf í landinu, en í dag eru þrjú ár síðan skotárásin skæða í Parkland-skóla í Flórída átti sér stað.

„Mín ríkisstjórn mun ekki bíða eftir næstu fjöldaskotárás til að gefa þessu málefni gaum,“ sagði Biden í yfirlýsingu.

„Við munum grípa til aðgerða til að enda þennan faraldur byssuofbeldis og gera skólana okkar og samfélagið allt öruggara.“

Forsetinn segist vilja sjá löggjöf sem myndi krefjast þess að bakgrunnur tilvonandi byssukaupenda yrði rannsakaður, og að bannað yrði að selja hríðskotariffla með öllu.

Þá vill hann enda „friðheldi byssuframleiðenda sem koma stríðsvopnum út á götur landsins af ásettu ráði“.

17 voru myrtir í skotárásinni í Parkland-skóla árið 2018, en voðaverkið var framið af Nikolas Cruz, sem var 19 ára þá. Cruz beitti hríðskotabyssu af gerðinni AR-15, og tókst að skjóta 100-150 byssukúlum áður en hann var yfirbugaður. Hann keypti byssuna með löglegum hætti, þrátt fyrir að vitað væri að hann ætti við alvarlega geðveilu að stríða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka