Sjálfstæðissinnar með meirihluta

Pere Aragones er talinn líklegastur til að taka við sem …
Pere Aragones er talinn líklegastur til að taka við sem forseti katalónsku heimastjórnarinnar. Hann hefur raunar gegnt embættinu frá því í september, sem staðgengill Quim Torra sem missti kjörgengi eftir að hafa neitað að fjarlægja tákn sjálfstæðissinna úr ríkisbyggingum. AFP

Sjálf­stæðissinn­ar unnu sig­ur í héraðskosn­ing­um sem fram fóru í Katalón­íu á sunnu­dag. Þegar yfir 99% at­kvæða hafa verið tal­in eru þrír flokk­ar, sem all­ir styðja sjálf­stæði frá Spáni, með 74 sæti á þing­inu af 135, og bættu við sig fjór­um sæt­um frá síðustu kosn­ing­um sem haldn­ar voru árið 2017. Kjör­sókn var aðeins 53% og hef­ur aldrei verið minni.

„Ég vil senda yf­ir­völd­um í Evr­ópu skila­boð: niðurstaðan er skýr,“ seg­ir Pere Ara­og­nes, formaður Lýðræðis­lega vinstri­flokks­ins í Katalón­íu. Flokk­ur­inn hlaut næst­flest at­kvæði í kosn­ing­un­um á eft­ir Sósí­al­ista­flokkn­um, sem styður sam­bandið við Spán. Þar sem sjálf­stæðissinn­ar eru í meiri­hluta á þing­inu er Arago­nes tal­inn lík­leg­ast­ur til að verða næsti leiðtogi héraðsins.

„Við, flokk­ar sjálf­stæðissinna, höf­um meiri­hluta. Katal­an­ar hafa sagt hug sinn og nú er tími til að semja um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sjálfs­ákvörðun­ar­rétt. Vin­sam­leg­ast takið þátt,“ sagði hann, að því er virðist í ávarpi til yf­ir­valda í Evr­ópu.

Héraðsstjórn Katalón­íu boðaði sem kunn­ugt er til at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði árið 2017 í óþökk spænskra stjórn­valda, sem varð til þess að lög­regla var kölluð til. Lýsti katalónska þingið í kjöl­farið yfir sjálf­stæði frá Spáni, sem varð til þess að for­sæt­is­ráðherra Spán­ar virkjaði lítið nýtt stjórn­ar­skrárá­kvæði og leysti Car­les Puig­demont, for­sæt­is­ráðherra heima­stjórn­ar­inn­ar, frá völd­um. Hann sit­ur nú á Evr­ópuþing­inu eft­ir tíma­bundna út­legð.

Níu katalónsk­ir stjórn­mála­menn voru í fyrra dæmd­ir í 9-13 ára fang­elsi fyr­ir landráð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert