Þungarokkari sektaður fyrir guðlast

Adam Darski, betur þekktur sem Nergal, forsprakki þungarokksveitarinnar Behemoth.
Adam Darski, betur þekktur sem Nergal, forsprakki þungarokksveitarinnar Behemoth. AFP

Pólsk­ur dóm­stóll sektaði í dag forsprakka pólsku þung­arokks­hljóm­sveit­ar­inn­ar Behemoth fyr­ir guðlast. Adam Darski, bet­ur þekkt­ur sem Nergal, var fund­inn sek­ur um að lít­il­lækka kristna trú með því að birta mynd af sér á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann traðkar á mynd af Maríu mey.

Darski var sektaður um 15 þúsund sloty, and­virði um hálfr­ar millj­ón­ar króna. Þá var hon­um gert að greiða sak­ar­kostnað sem nam um 100 þúsund krón­um.

Lög í Póllandi sem snúa að trú­ar­legri blygðun­ar­kennd íbúa lands­ins hafa verið harðlega gagn­rýnd und­an­farið þar sem þau þykja vega gegn mál­frelsi í land­inu.

Darski seg­ist ekki ætla að una um­rædd­um sektar­úrsk­urði og því fer málið fyr­ir dóm­stóla. Hann get­ur átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fang­els­is­dóm, verði hann fund­inn sek­ur, en hann hef­ur áður verið ávítt­ur fyr­ir álíka brot.

Hljóm­sveit Darskis, Behemoth, var stofnuð árið 1991 og hef­ur Darski meðal ann­ars rifið ein­tak af Biblí­unni á sviði, við litla hrifn­ingu íhald­samra landa hans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert