21 látinn vegna vetrarveðurs í Bandaríkjunum

Snjórinn í Chicago var býsna djúpur og þurfti fólk að …
Snjórinn í Chicago var býsna djúpur og þurfti fólk að moka bíla sína út. AFP

Vetr­ar­veður sem geng­ur yfir stóra hluta mið- og suður­hluta Banda­ríkj­anna hef­ur haft í för með sér kulda­met og orðið til þess að millj­ón­ir eru án raf­magns auk þess að kosta minnst 21 mann­eskju lífið. 

Verstu raf­magnstrufl­an­irn­ar voru í Texas þar sem fjór­ar millj­ón­ir heim­ila og fyr­ir­tækja voru án raf­magns í gær í miklu frosti. Um 250.000 heim­ili og fyr­ir­tæki í Appalachia voru einnig án raf­magns, rétt eins og í Or­egon. Þá voru fjór­ar millj­ón­ir manna án raf­magns í Mexí­kó. 

AFP

Lét­ust við að reyna að halda á sér hita

Í Norður-Karólínu fund­ust þrír látn­ir eft­ir að felli­byl­ur skall á bæ við sjáv­ar­síðuna. Í Texas reyndi fjög­urra manna fjöl­skylda að halda á sér hita með því að kveikja eld í arni sín­um. Það fór illa en eld­ur­inn læsti sig í húsið og brann fjöl­skyld­an inni. Þá lét­ust einnig nokkr­ir í Lousi­ana, Kentucky og Mis­souri, flest­ir þeirra í bíl­slys­um. 

Veðrið hef­ur ógnað bólu­setn­ingaráætl­un Banda­ríkja­manna en stjórn­völd hafa gefið út að taf­ir verði á bólu­efna­send­ing­um. 

Frétt Guar­di­an

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert