Þrír látnir eftir skotárás í New Orleans

Árásin var gerð í húsnæði skotfélags.
Árásin var gerð í húsnæði skotfélags. AFP

Maður réðst inn í hús­næði skot­fé­lags og skaut tvo til bana og særði tvo í New Or­le­ans í Banda­ríkj­un­um á laug­ar­dag. Viðskipta­vin­ir og starfs­menn gripu til vopna og skutu á árás­ar­mann­inn sem lést einnig.

Árás­in varð laust fyr­ir klukk­an þrjú síðdeg­is að staðar­tíma, seint á laug­ar­dags­kvöld að ís­lensk­um tíma, á staðnum Jef­fer­son Gun Outlet, sem bæði er byssu­búð og skot­fé­lag þar sem fólk get­ur æft sig að beita vopn­um.

AP-frétta­veit­an hef­ur eft­ir Joseph Lop­into lög­reglu­stjóra að þeir særðu séu ekki í lífs­hættu. Þá sé talið að byssu­menn­irn­ir hafi verið fleiri en einn. „Við erum enn að reyna að púsla þessu sam­an,“ sagði Lop­into við blaðamenn.

AFP

AP ræðir við Tyrone Rus­sell og Wanettu Joseph sem bæði voru á skot­nám­skeiði á svæðinu þegar þau heyrðu skot­hríðina. Hún hafi verið mun há­vær­ari en það sem þau eigi að venj­ast af skotsvæðinu þar sem all­ir noti hljóðdeyfa.

„Við heyrðum skot­hvelli og ösk­ur,“ seg­ir Rus­sell. „Þegar lög­regl­an kom var okk­ur fylgt út. Það voru gler­brot alls staðar [...] Þetta var mjög ógn­vekj­andi.“

Þá lýs­ir hann því hvernig hann sá lík árás­ar­manns­ins á bíla­stæðinu og að bíll­inn hans hafi orðið fyr­ir skot­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert