Fyrstu skrefin í opnun Danmerkur

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á blaðamannafundi í dag.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á blaðamannafundi í dag. AFP

Fyrstu skref­in í aflétt­ingu strangs sam­komu­banns, sem gilt hef­ur í Dan­mörku frá því fyr­ir jól, verða tek­in á mánu­dag. Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráðherra og fylgd­ar­svein­ar henn­ar greindu frá þessu á blaðamanna­fundi síðdeg­is í dag.

Frá því í des­em­ber hef­ur nær allt verið lokað í Dan­mörku, sem á annað borð er hægt að loka. Skól­um, menn­ing­ar­stofn­un­um, versl­un­um, að und­an­skild­um mat­vöru­versl­un­um og lyfja­versl­un­um, hár­greiðslu­stof­um, og þar fram eft­ir göt­un­um.

Á mánu­dag, 1. mars, verður versl­un­um und­ir 5.000 fer­metr­um að stærð leyft að opna á ný. Stærri versl­an­ir mega einnig opna gegn því að taka við tímapönt­un­um frá viðskipta­vin­um. Menn­ing­ar­stofn­an­ir ut­an­dyra mega sömu­leiðis opna gegn því að viðstadd­ir fram­vísi nei­kvæðu kór­ónu­veiru­prófi sem ekki er eldra en þriggja sól­ar­hringa.

Á viss­um svæðum, þar sem lítið er um smit, verða stærri skref tek­in. Á eyj­unni Borg­und­ar­hólmi í Eystra­salti verða grunn­skól­ar opnaðir að nýju en nem­end­um eldri en 12 ára gert að fara í sýna­töku tvisvar í viku. Þjón­usta á borð við hár­greiðslu­stof­ur, nudd­stof­ur og tattú opn­ar einnig með kröfu um nei­kvætt kór­ónu­veiru­próf. Eins verður slakað á tak­mörk­un­um á Norður- og Vest­ur-Jótlandi.

Það hefur verið tómlegt um að litast á Strikinu síðustu …
Það hef­ur verið tóm­legt um að lit­ast á Strik­inu síðustu vik­ur – þó ekki al­veg jafn­tóm­legt og þessi mynd gef­ur til kynna. AFP

Von­ast eft­ir frek­ari aflétt­ing­um eft­ir tvær vik­ur

Sam­kvæmt sam­komu­lagi dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar og stuðnings­flokka henn­ar á þing­inu er einnig opnað á að slakað verði frek­ar á að tveim­ur vik­um liðnum, þ.e. 15. mars. Þannig sé til skoðunar að opna fram­halds­skóla og há­skóla 15. mars.

Smit­um í Dan­mörku hef­ur fækkað til muna frá því harðar aðgerðir tóku gildi í vik­unni fyr­ir jól. Flest voru smit­in 18. des­em­ber þegar 4.508 smit voru greind í land­inu, en síðustu tvær vik­ur hafa að meðaltali um 450 smit greinst á dag. Jafn­gild­ir það um 30 smit­um á Íslandi sé miðað við höfðatölu.

Dauðsföll­um hef­ur að sama skapi fækkað, en síðustu vik­una hafa að meðaltali fimm lát­ist á dag úr veirunni sam­an­borið við um 30 á dag þegar mest lét um miðjan janú­ar. Bólu­setn­ing for­gangs­hópa er í full­um gangi í land­inu og stefna stjórn­völd að því að hafa bólu­sett alla þjóðina í lok júní, rétt eins og Íslend­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert