Krefjast opinberrar afsökunar

AFP

Framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V krefjast þess að Lyfjastofnun Evrópu biðjist afsökunar á ummælum formanns stjórnar stofnunarinnar þar sem hún líkti því við rússneska rúllettu að gefa út bráðaleyfi fyrir rússneska bóluefnið.

Nokkur ríki Evrópusambandsins hafa þegar ákveðið að nota Spútnik V þrátt fyrir að Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hafi ekki gefið út markaðsleyfi fyrir bóluefnið. Christa Wirthumer-Hoche, stjórnarformaður EMA, gagnrýndi þetta harðlega í gær. En nú gagnrýna framleiðendur bóluefnis ummæli hennar. 

„Við krefjumst opinberrar afsökunarbeiðni af hálfu Christa Wirthumer-Hoche hjá EMA fyrir neikvæð ummæli hennar í garð ríkja ESB sem hafa samþykkt Spútnik V,“ segir framleiðandi bóluefnisins á Twitter í morgun. 

Ummæli hennar veki upp verulegar spurningar um hvort mögulega séu stjórnmálamenn að hafa óeðlileg áhrif á yfirstandandi áfangamat EMA, segir enn fremur í færslunni en þar kemur einnig fram að bóluefnið hafi verið samþykkt af 46 ríkjum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert