Krefjast opinberrar afsökunar

AFP

Fram­leiðend­ur rúss­neska bólu­efn­is­ins Spútnik V krefjast þess að Lyfja­stofn­un Evr­ópu biðjist af­sök­un­ar á um­mæl­um for­manns stjórn­ar stofn­un­ar­inn­ar þar sem hún líkti því við rúss­neska rúll­ettu að gefa út bráðal­eyfi fyr­ir rúss­neska bólu­efnið.

Nokk­ur ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hafa þegar ákveðið að nota Spútnik V þrátt fyr­ir að Lyfja­stofn­un Evr­ópu (EMA) hafi ekki gefið út markaðsleyfi fyr­ir bólu­efnið. Christa Wirthumer-Hoche, stjórn­ar­formaður EMA, gagn­rýndi þetta harðlega í gær. En nú gagn­rýna fram­leiðend­ur bólu­efn­is um­mæli henn­ar. 

„Við krefj­umst op­in­berr­ar af­sök­un­ar­beiðni af hálfu Christa Wirthumer-Hoche hjá EMA fyr­ir nei­kvæð um­mæli henn­ar í garð ríkja ESB sem hafa samþykkt Spútnik V,“ seg­ir fram­leiðandi bólu­efn­is­ins á Twitter í morg­un. 

Um­mæli henn­ar veki upp veru­leg­ar spurn­ing­ar um hvort mögu­lega séu stjórn­mála­menn að hafa óeðli­leg áhrif á yf­ir­stand­andi áfanga­mat EMA, seg­ir enn frem­ur í færsl­unni en þar kem­ur einnig fram að bólu­efnið hafi verið samþykkt af 46 ríkj­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka