Bóluefni Janssen J&J samþykkt

Janssen-bóluefnið frá Johnson & Johnson.
Janssen-bóluefnið frá Johnson & Johnson. AFP

Bólu­efni belg­íska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Jans­sen, sem er í eigu John­son & John­son, hefur fengið markaðsleyfi í Evr­ópu. 

Sér­fræðinga­nefnd Lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu (EMA) ákvað þetta á fundi sín­um í dag. Áður hafði stofnunin samþykkt þrjú bólefni, eða frá Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca-Oxford.

Fast­lega er gert ráð fyr­ir að bólu­efnið fái markaðsleyfi hér á landi í kjöl­farið og þetta verði fjórða bólu­efnið sem fær markaðsleyfi hjá EMA og á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert