Bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen, sem er í eigu Johnson & Johnson, hefur fengið markaðsleyfi í Evrópu.
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) ákvað þetta á fundi sínum í dag. Áður hafði stofnunin samþykkt þrjú bólefni, eða frá Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca-Oxford.
Fastlega er gert ráð fyrir að bóluefnið fái markaðsleyfi hér á landi í kjölfarið og þetta verði fjórða bóluefnið sem fær markaðsleyfi hjá EMA og á Íslandi.