Stúlkum bannað að syngja

Mynd frá alþjóðlegum degi kvenna í Bamiyan, Afganistan.
Mynd frá alþjóðlegum degi kvenna í Bamiyan, Afganistan. AFP

Menntamálaráðuneyti Afganistan rannsakar nú yfirlýsingu frá höfuðborginni, Kabúl, sem bannar stúlkum eldri en 12 ára að syngja meðal almennings. Þetta kemur fram á vef BBC.

Yfirlýsingin frá Kabúl bannaði þá stúlkum 12 ára og eldri að syngja á skólaskemmtunum sem og bannaði eldri stúlkum að hafa karlkyns tónlistarkennara.

Bannið var gagnrýnt á samfélagsmiðlum en stúlkur deildu myndbrotum af sjálfum sér að syngja undir millumyrkinu #IamMySong.

„Fyrirgefðu okkur Guð, manneskjan getur verið svo grimm að hún jafnvel sér börn frá kynbundnu sjónarhorni,“ tísti rithöfundurinn og ljóðskáldið Shafiqa Khpalwask, einn þekktasti kvenrithöfundur landsins, um bannið.

Yfirlýsingin kemur fram á sama og tíma og fólk hefur áhyggjur af mögulegum samningi við Talíbana. Undir stjórn Talíbana var stúlkum meinað aðgangi að menntun og tónlist var að miklu leyti bönnuð.

Menntamálaráðuneytið sagði yfirlýsinguna ekki endurspegla eigin stöðu. Ráðuneytið sagðist þá myndu meta stöðuna og að mögulega yrði gripið til agaaðgerða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert