Sterk ónæmissvörun hafi valdið blóðtöppunum

AFP

Sér­fræðing­ar á Rík­is­spít­al­an­um í Nor­egi telja að bólu­efni AstraZeneca gegn Covid-19 hafi hrundið af stað óvænt­um ónæmisviðbrögðum hjá nokkr­um heil­brigðis­starfs­mönn­um. Viðbrögðin hafi svo orðið til þess að blóðtapp­ar mynduðust hjá starfs­mönn­un­um. 

„Kenn­ing okk­ar um að þetta sé sterk ónæm­is­svör­un eft­ir bólu­setn­ingu er lík­leg­ast staðfest. Við höf­um greint sér­stök mót­efni sem geta or­sakað þetta ástand,“ sagði yf­ir­lækn­ir­inn Pål Andre Holme í sam­tali við VG

Hóp­ur rann­sak­enda und­ir hans stjórn hef­ur und­an­farið unnið hörðum hönd­um að því að kom­ast að því hvers vegna þrír heil­brigðis­starfs­menn yngri en 50 ára voru lagðir inn með blóðtappa eft­ir að hafa verið bólu­sett­ir með bólu­efni AstraZeneca. 

Holme seg­ir enga aðra ástæðu geta út­skýrt ástand fólks­ins.

Um 120.000 Norðmenn hafa hingað til verið bólu­sett­ir með AstraZeneca. Mjög fá til­vik mögu­legra al­var­legra auka­verk­ana hafa komið upp. Líkt og hér­lend­is hef­ur verið gert hlé á bólu­setn­ingu með efn­inu í Nor­egi. Ákvörðun um fram­haldið verður tek­in í dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert