Forsætisráðherrar fá efni AstraZeneca

Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu.
Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu. AFP

Mario Drag­hi, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, reyndi að sann­færa landa sína um ágæti bólu­efn­is­ins frá bresk-sænska lyfja­fram­leiðand­an­um AstraZeneca á blaðamanna­fundi í kvöld með því að til­kynna að hann myndi sjálf­ur verða bólu­sett­ur með því.

„Ég hef ekki ennþá verið boðaður í bólu­setn­ingu, en fólk á mín­um aldri er í þeim hóp fólks sem má fá bólu­efnið og já ég mun fá bólu­efni AstraZeneca,“ sagði Drag­hi, sem er 73 ára gam­all, spurður hvort hann treysti sér til að fá það sjálf­ur.

Lyfja­stofn­un Ítal­íu stöðvaði tíma­bundið bólu­setn­ing­ar með bólu­efn­inu á mánu­dag­inn í kjöl­far til­kynn­inga um mögu­lega al­var­leg­ar auka­verk­an­ir. Bólu­setn­ing­ar hóf­ust svo aft­ur í dag eft­ir að Lyfja­stofn­un Evr­ópu (EMA) gaf grænt ljós á notk­un efn­is­ins í gær.

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, fékk fyrr í dag fyrri skammt­inn af tveim­ur af bólu­efn­inu frá AstraZeneca. Fékk hann spraut­una á St. Thom­as-spít­al­an­um, þeim sama og hann var á þegar hann barðist fyr­ir lífi sínu fyr­ir tæpu ári eft­ir að hafa veikst al­var­lega af Covid-19.

„Þetta er það besta fyr­ir ykk­ur, fyr­ir fjöl­skyldu ykk­ar og fyr­ir alla aðra,“ sagði John­son um bólu­setn­ing­ar.

Í morg­un fékk Jean Ca­stex, for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, einnig fyrri skammt­inn af bólu­efni AstraZeneca. Hann lofaði í gær­kvöldi að hann yrði bólu­sett­ur með efn­inu eft­ir að EMA gaf út að það væri óhætt til notk­un­ar.

Enn hef­ur ekki verið tek­in ákvörðun hér á landi hvort og hvenær bólu­setn­ing­ar með efni AstraZeneca hefj­ist á nýj­an leik. Bú­ist er við ákvörðun eft­ir helgi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert