Solberg formlega grunuð

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, situr í súpunni eftir fjölskylduboð í …
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, situr í súpunni eftir fjölskylduboð í tilefni sextugsafmælis hennar í lok febrúar og hafa þau Sindre Finnes maður hennar nú stöðu grunaðra. Þrettán komu saman á veitingastað í Geilo fyrra kvöldið, reyndar þó ekki afmælisbarnið sjálft sem þurfti að rjúka á sjúkrahús í Ósló vegna augnvandamála, og 14 síðara kvöldið, ráðherra þá einnig. AFP

Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, og eig­inmaður henn­ar, Sindre Finn­es, hafa nú bæði stöðu grunaðra í af­mæl­is­mál­inu svo­kalla, sem snýst um brot á regl­um um fjölda­tak­mark­an­ir vegna veirufar­ald­urs­ins þegar ráðherra hélt upp á sex­tugsaf­mæli sitt í skíðap­ara­dís­inni Gei­lo í lok fe­brú­ar þar sem 13 komu sam­an fyrri dag­inn en 14 þann síðari. Sam­kom­ur fleiri en tíu manns voru á þeim tíma bannaðar.

Per Morten Send­ing, lögmaður lög­reglu í suðaust­urum­dæm­inu, upp­lýs­ir norska fjöl­miðla um þetta, sem enn frem­ur greina frá því að yf­ir­heyrsl­ur séu hafn­ar yfir þeim hjón­um. Þeim er þó ekki lokið.

Sekt­in 20.000 norsk­ar krón­ur

„Yf­ir­heyrslu er ekki lokið fyrr en öll­um spurn­ing­um hef­ur verið svarað, skrán­ing sam­tals­ins prentuð út, les­in yfir og samþykkt. Þangað erum við ekki kom­in,“ upp­lýs­ir lögmaður­inn norska dag­blaðið VG í dag. „For­sæt­is­ráðherra og eig­inmaður henn­ar liggja und­ir grun um brot á sótt­varn­a­regl­um í mál­inu.“

Kveður Send­ing von­ir standa til að yf­ir­heyrsl­um ljúki í vik­unni og verði hjón­in sek fund­in mega þau vænta 20.000 króna sekt­ar, jafn­v­irði um 300.000 ís­lenskra króna.

Erna Sol­berg, sem í dag verður við út­för verka­lýðsleiðtog­ans fyrr­ver­andi, Hans-Christian Gabriel­sen, hef­ur þegar beðið þjóð sína for­láts í viðtöl­um og sagst þar ekki eiga sér nein­ar máls­bæt­ur. „Ég tel það full­kom­lega eðli­legt þegar við höf­um ef til vill brotið regl­ur, að þeir [lög­regl­an] meti það og ég hljóti þar sömu meðferð og hver ann­ar,“ sagði for­sæt­is­ráðherra við norska rík­is­út­varpið NRK á föstu­dag­inn, eft­ir að veislu­höld­in komust í há­mæli.

Fredrik Solvang, fréttamaður NRK, ræðir málið við Ernu Solberg í …
Fredrik Solvang, fréttamaður NRK, ræðir málið við Ernu Sol­berg í þætt­in­um Debatten á NRK þar sem hún bað þjóð sína inni­legr­ar af­sök­un­ar á yf­ir­sjón­inni. Einnig hef­ur hún tjáð hug sinn í löngu máli á Face­book og kveðst greiða þá sekt sem henni beri verði hún sek fund­in. Skjá­skot/​Debatten

Enn frem­ur sagði Sol­berg að sér þætti eðli­legt að þeim yrði gerð sekt, yrði brot sannað, og sú sekt yrði að sjálf­sögðu gerð upp. Hún tjáði sig um málið á Face­book-síðu sinni þar sem meðal ann­ars sagði:

„Við vor­um fjór­um of mörg. Við hefðum ekki átt að hafa þetta á þenn­an veg og ég hefði átt að stöðva það. Ég gerði það ekki og á því get ég bara beðist af­sök­un­ar.“

NRK

VG

Netta­visen

Dagsa­visen

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert