Táningsstúlkur ákærðar fyrir morð á Uber-bílstjóra

Lögreglumenn á vettvangi.
Lögreglumenn á vettvangi. Ljósmynd/Shomari Stone/NBC

Tvær táningsstúlkur hafa verið ákærðar fyrir að hafa rænt bíl og drepið bílstjórann við glæpinn. Atburðurinn átti sér stað í Washington DC á þriðjudaginn sl., 23. mars.

Bílstjórinn, Mohammad Anwar, var 66 ára gamall, og starfaði fyrir Uber Eats, sem er þjónusta sem gengur út á að skutla mat til viðskiptavina. Hann keyrði mat til stúlknanna sem eru 13 og 15 ára gamlar.

Við komuna skutu þær hann með rafbyssu og reyndu að ná stjórn á bílnum. Anwar var kominn hálfur út úr bílnum þegar bíllinn rauk af stað að því er virðist nánast stjórnlaust.

Skömmu síðar valt bíllinn og staðnæmdist við gangstétt. Anwar kastaðist á grindverk og lét lífið skömmu eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvö uppkomin börn og fjögur barnabörn.

Stúlkurnar komust út úr bílnum með hjálp viðstaddra. Þær hafa verið ákærðar fyrir morð í tengslum við glæp og vopnað bílrán.

Atburðurinn náðist á upptöku sem hefur verið deilt á samfélagsmiðlum.

Anwar kastaðist út úr bílnum í grindverk og lést síðar …
Anwar kastaðist út úr bílnum í grindverk og lést síðar af sárum sínum. Ljósmynd/Skjáskot

CNN

Law and Crime

NBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert