Fagnar árangri í Súez-skurðinum

00:00
00:00

Abdel Fattah al-Sisi, for­seti Egypta­lands, fagn­ar ár­angri í aðgerðum til að losa flutn­inga­skipið Ever Gi­ven í Súez-skurðinum, en þar hef­ur skipið legið þvert í nærri viku.

„Í dag hafa Egypt­ar náð að binda endi á krísu strandaða skips­ins, þrátt fyr­ir feiki­mikl­ar flækj­ur á ferl­inu,“ skrif­ar for­set­inn á Twitter.

Yf­ir­lýs­ing­in kem­ur í kjöl­far þess að yf­ir­völd í Súez-skurðinum sögðu skipið hafa verið fært 80% í rétta átt. Vinna við los­un skips­ins á að halda áfram í dag.

Dráttarbátar komu til aðstoðar í dag.
Drátt­ar­bát­ar komu til aðstoðar í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert