Fagnar árangri í Súez-skurðinum

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, fagnar árangri í aðgerðum til að losa flutningaskipið Ever Given í Súez-skurðinum, en þar hefur skipið legið þvert í nærri viku.

„Í dag hafa Egyptar náð að binda endi á krísu strandaða skipsins, þrátt fyrir feikimiklar flækjur á ferlinu,“ skrifar forsetinn á Twitter.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að yfirvöld í Súez-skurðinum sögðu skipið hafa verið fært 80% í rétta átt. Vinna við losun skipsins á að halda áfram í dag.

Dráttarbátar komu til aðstoðar í dag.
Dráttarbátar komu til aðstoðar í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert