Aldrei jafn margir látið lífið í einum mánuði

Sjúkrarúmum fyrir Covid-sjúklinga var komið fyrir í íþróttahöll í Sao …
Sjúkrarúmum fyrir Covid-sjúklinga var komið fyrir í íþróttahöll í Sao Paulo. AFP

Um 66.500 manns létu lífið í Bras­il­íu í mars­mánuði úr Covid-19 sjúk­dómn­um. Er það 90,7% fleiri dauðsföll en í júlí á síðasta ári sem er næst­mann­skæðasti mánuður­inn vegna sjúk­dóms­ins þar í landi. Spít­al­ar eru marg­ir komn­ir yfir þol­mörk og lækn­ar þurfa að taka ákv­arðanir um hvaða sjúk­ling­ar fá lífs­bjarg­andi aðstoð.

„Aldrei í bras­il­ískri sögu hafa jafn marg­ir dáið úr sama sjúk­dómi á 30 dög­um,“ sagði lækn­ir­inn Migu­el Nicelel­is, sem leiddi á tíma­bili viðbragðsteymi stjórn­valda vegna út­breiðslu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á fá­tæk­um svæðum í Norðaust­ur-Bras­il­íu.

Meðal­fjöldi dauðsfalla á ein­um degi hef­ur nærri því fjór­fald­ast í Bras­il­íu frá árs­byrj­un og er hann orðinn 2.710. Alls hafa fleiri en 317 þúsund látið lífið í land­inu frá byrj­un far­ald­urs.

Bylgju nýrra smita má rekja að hluta til af­brigðis veirunn­ar sem er meira smit­andi en flest önn­ur. Af­brigðið er kallað P1 eða bras­il­íska af­brigðið og get­ur að sögn sér­fræðinga sýkt ein­stak­linga sem áður hafa smit­ast af öðrum af­brigðum.

Ástandið eigi enn eft­ir að versna

„Við erum á versta stað í far­aldr­in­um hingað til og allt bend­ir til þess að apríl verði mjög slæm­ur líka,“ sagði smit­sjúk­dóma­fræðing­ur­inn Et­hel Maciel hjá Espi­rito Santo-há­skól­an­um. Bólu­setn­ing hefði gengið hægt í Bras­il­íu og það þýðir að ástandið ætti eft­ir að versna enn frek­ar.

Bras­il­íska lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­in An­visa veitti í dag neyðarmarkaðsleyfi fyr­ir notk­un bólu­efn­is­ins frá John­son & John­son. Er það fjórða bólu­efnið sem tekið verður í notk­un þar í landi en hingað til hef­ur verið bólu­sett með efni Pfizer, AstraZeneca og kín­verska efn­inu Corona­Vac.

Um 90% gjör­gæslu­rýma í 18 af 27 ríkj­um í Bras­il­íu eru þegar upp­tek­in og staðan er svipuð í öðrum sjö ríkj­um. Talið er að minnsta kosti 230 Covid-sjúk­ling­ar hafi látið lífið á meðan þeir biðu eft­ir gjör­gæslu­rými í Sao Pau­lo í mars­mánuði.

Bólusetning fer hægt af stað í Brasilíu.
Bólu­setn­ing fer hægt af stað í Bras­il­íu. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert