„Ég vil ekki deyja úr Covid!“

AFP

Mac er 25 ára gamall og því of ungur til þess að það sé komið að honum að fá bólusetningu við Covid-19 í heimalandinu. Hann er aftur á móti heimilislaus og er því í forgangshópi breskra yfirvalda. Á Íslandi er fólk í félagslega eða efnahagslega erfiðri stöðu í næstaftasta bólusetningarhópnum og því hefjast ekki bólusetningar þess fyrr en í júní miðað við bólusetningardagatal stjórnvalda.

Mac hefur verið heimilislaus síðan hann var 18 ára gamall og er dauðhræddur um að smitast af kórónuveirunni. „Ég vil ekki deyja úr Covid!“ segir hann í samtali við fréttamann AFP-fréttastofunnar. Mac verður bólusettur nú í apríl og fer bólusetningin fram í skýli fyrir heimilislausa í ensku borginni Winchester. 

Bæði í Bretlandi og Brasilíu er byrjað að bólusetja heimilislausa.
Bæði í Bretlandi og Brasilíu er byrjað að bólusetja heimilislausa. AFP

Óþreytandi læknir

Heimilislausum hefur fjölgað í Winchester líkt og annars staðar í Bretlandi en þeim fór að fjölga eftir að yfirvöld drógu úr framlögum til velferðarmála í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008.

„Ef ég hefði ekki gist í skýlinu hefði ég ekki fengið boð,“ segir Mac. „Margir sem ég þekki búa í tjöldum, fyrir utan borgina. Hér er mjög afskekkt og ekki möguleiki á að finna þá.“

Sá sem á heiðurinn af neyðarskýlinu er læknir í borginni, Alex Fitzgerald-Barron, sem hefur verið óþreytandi við að sinna þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Hann segir að þeir sem eigi hvergi heima séu í áhættuhópi þar sem margir þeirra falla undir fjölmarga flokka sjúkdóma. Svo sem geðræn veikindi, fá ítrekað lungnabólgu auk sýkinga innvortis sem útvortis. „Þeir eru í mikilli hættu á að smitast af lifrarbólgu C vegna þess að þeir nota vímuefni í æð,“ segir Fitzgerald-Barron. „Þessi hópur er mun líklegri til að enda á sjúkrahúsi smitist hann af Covid og um leið að deyja af völdum þess.“

Erfitt getur reynst að hafa upp á þeim sem ekki …
Erfitt getur reynst að hafa upp á þeim sem ekki koma í neyðarskýlin. AFP

Eitt stórst samsæri

Bretar minntust þess nýverið að eitt ár er liðið síðan öllu var skellt í lás þar vegna Covid-19. Var fjöldi þeirra sem hafa látist af völdum Covid-1, alls um 126 þúsund einstaklingar. 

Fitzgerald-Barron hóf að bólusetja fólk í skýlinu í febrúar og af þeim 114 sem hann bauð bólusetningu hafa 74 samþykkt að láta bólusetja sig. Hann segir það góða niðurstöðu en hún hafi fengist með því að setjast niður með hverjum og einum og fara yfir málin. Að útskýra hvað bólusetningin felur í sér. Hann hefur síðan skráð viðkomandi í forgangshóp fyrir bólusetningu og fengið úthlutað bóluefni frá hinu opinbera.

Leighan er 35 ára og heimilislaus en hún neitaði að þiggja bólusetningu. „Ég tel að þetta sé eitt stórt samsæri til þess að hafa stjórn á mannfjöldanum,“ segir hún. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert