Mæla gegn AstraZeneca vegna alvarlegra aukaverkana

Bent Høie heilbrigðisráðherra sagði mat ríkisstjórnar Noregs vera að ekki …
Bent Høie heilbrigðisráðherra sagði mat ríkisstjórnar Noregs vera að ekki ætti að hætta notku bóluefni AstraZeneca. Ljósmynd/Leif Martin Kirknes/Frifagbevegelse

Embætti land­lækn­is í Nor­egi (FHI) legg­ur til að notk­un bólu­efn­is frá AstraZeneca gegn kór­ónu­veirunni verði hætt og er ástæðan sögð „mjög al­var­leg­ar“ auka­verk­an­ir sem bólu­efnið veld­ur. Norsk stjórn­völd telja hins veg­ar ekki nægi­leg­an grund­völl til þess að taka bólu­efni AstraZeneca út úr bólu­setn­inga­áætl­un lands­ins.

Bent Høie, heil­brigðisráðherra Nor­egs, til­kynnti þetta á blaðamanna­fundi norskra stjórn­valda í dag. Hann sagði end­an­lega ákvörðun um notk­un bólu­efn­is­ins ekki liggja fyr­ir en að sér­fræðing­ar myndu leggja mat á stöðuna og í fram­haldi af því yrði tek­in ákvörðun.

„Eins og FHI hef ég áhyggj­ur af al­var­leg­um auka­verk­un­um sem tengj­ast bólu­efn­inu. Ég hef líka áhyggj­ur af frest­un bólu­setn­ing­ar og hvaða af­leiðing­ar það kann að hafa fyr­ir enduropn­un norska sam­fé­lags­ins. Rík­is­stjórn­in tel­ur því að við höf­um ekki nægj­an­lega góðan grund­völl núna til að taka end­an­lega ákvörðun um að draga bólu­efnið úr norsku bólu­setn­ingaráætl­un­inni,“ sagði Høie.

Þá tel­ur land­læknisembættið í Nor­egi einnig ástæðu til að setja notk­un á bólu­efni Jan­sen í bið þar til fyr­ir liggja frek­ari upp­lýs­ing­ar úr rann­sókn­um banda­rískra yf­ir­valda. Vís­bend­ing­ar eru um að bólu­efnið kunni að tengj­ast sjald­gæfri teg­und af blóðtappa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert