Rússneskum diplómata vísað frá Úkraínu

Höfuðstöðvar utanríkisráðuneytis Rússlands í Moskvu.
Höfuðstöðvar utanríkisráðuneytis Rússlands í Moskvu. AFP

Utanríkisráðuneyti Úkraínu tilkynnti í dag að rússneskum diplómata hefði verið vísað úr landi. Um er að ræða viðbrögð við fyrirskipunum Rússa um að konsúll Úkraínu í Sankti-Pétursborg skyldi yfirgefa landið. Hann var sakaður um að reyna að komast yfir viðkvæmar upplýsingar. 

„Úkraínska utanríkisráðuneytið sendi í dag frá sér bréf sem lýsti einn ráðgjafa í rússneska sendiráðinu í Kiev persona non grata,“ sagði Oleg Nikolenko, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Úkraínu, við fréttastofu AFP. 

„Hann þarf að yfirgefa svæðið innan þriggja sólarhringa,“ bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert