Eftirlíkingar af Pfizer í umferð erlendis

Bóluefni Pfizer er eftirsótt.
Bóluefni Pfizer er eftirsótt. AFP

Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer hefur komist á snoðir um falsaða útgáfu af kórónuveirubóluefni þess, sem notuð var í Mexíkó og Póllandi.

Yfirvöld í löndunum hafa lagt hald á skammta af „bóluefninu“ og staðfest með prófum að þeir séu falsaðir. Útlit er fyrir að efnið sem var notað í Póllandi hafi í raun verið til meðferðar gegn hrukkum.

Talið er að um 80 manns í Mexíkó hafi fengið falsaða bóluefnið, en skammtarnir voru til sölu á samfélagsmiðlum fyrir allt að 300.000 krónur.

Stjórnvöld í Póllandi segja að enginn hafi fengið efnið þar í landi, en lagt var hald á það á heimili manns.

Heilbrigðisráðherra Póllands hefur lagt á það áherslu að hættan á að fá skammt af fölsuðu bóluefni í gegnum opinbera heilbrigðiskerfið sé „nánast engin“. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert