Frumvarp um 51. ríkið komið til öldungadeildar

Þinghús Bandaríkjanna í Washington.
Þinghús Bandaríkjanna í Washington. AFP

Full­trúa­deild Banda­ríkjaþings samþykkti í dag frum­varp um að gera höfuðborg­ina, Washingt­on, að 51. ríki Banda­ríkj­anna. Frum­varpið, sem hef­ur áður verið samþykkt í full­trúa­deild­inni, fer nú til öld­unga­deild­ar­inn­ar en ólík­legt verður að telj­ast að það hljóti samþykki þar vegna svar­inn­ar and­stöðu re­públi­kana.

At­kvæði í full­trúa­deild­inni féllu eft­ir flokkslín­um. 216 demó­krat­ar greiddu at­kvæði með frum­varp­inu en 208 re­públi­kan­ar gegn.

Um 700 þúsund manns búa í Washingt­on, fleiri en í ríkj­un­um Vermont og Wyom­ing og álíka marg­ir og í Alaska. Þótt íbú­ar í Washingt­on geti kosið í for­seta­kosn­ing­um hafa þeir ekki kosn­inga­rétt til þings. Hafa Sam­einuðu þjóðirn­ar meðal ann­ars gert at­huga­semd við það fyr­ir­komu­lag og sagt það brjóta gegn alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um Banda­ríkj­anna.

Í borg­inni er yf­ir­gnæf­andi stuðning­ur við demó­krata og hef­ur fram­bjóðandi flokks­ins hlotið meiri­hluta at­kvæða í öll­um kosn­ing­um frá ár­inu 1961 þegar íbú­um borg­ar­inn­ar var veitt­ur kosn­inga­rétt­ur með stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.

Skyldi því eng­an undra að demó­krat­ar séu áhuga­sam­ir um að veita íbú­um kosn­inga­rétt til þings, en re­públi­kan­ar harðlega á móti. „Lands­feðurn­ir vildu aldrei að D.C. yrði ríki og settu það sér­stak­lega í stjórn­ar­skrá,“ sagði re­públi­kan­inn Jody Hice við at­kvæðagreiðsluna.

Í stjórn­ar­skránni er sér­stak­lega kveðið á um stofn­un svæðis, ekki stærra en 100 fermíl­ur, sem skuli ekki til­heyra neinu ríki Banda­ríkj­anna og þar skuli þing og rík­is­stjórn lands­ins hafa aðset­ur. Mörk svæðis­ins eru hins veg­ar ekki skil­greind sér­stak­lega í stjórn­ar­skrá.

Með frum­varp­inu, sem nú hef­ur verið samþykkt í full­trúa­deild­inni, er mörk­um þess breytt þannig að aðeins lít­il land­spilda, sem nær yfir Hvíta húsið, þing­húsið og Nati­onal Mall-garðinn, skuli telj­ast til þessa svæðis, District of Col­umb­ia.

Borg­in sjálf yrði hins veg­ar að nýju ríki, sem lagt hef­ur verið til að fái heitið Douglass Comm­onwealth til minn­ing­ar um mann­rétt­inda­frömuðinn Frederick Douglass, sem barðist fyr­ir af­námi þræla­halds í land­inu. Þannig yrði skamm­stöf­un­inni D.C. haldið og áfram yrði hægt að vísa til hvort held­ur borg­ar­inn­ar eða hins sér­staka svæðis sem Washingt­on, D.C.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert