Bretar undir fimmtugu fari í bólusetningu

Covid-vörður að störfum í Soho-hverfinu í London.
Covid-vörður að störfum í Soho-hverfinu í London. AFP

Bresk stjórn­völd fara af stað með nýja her­ferð á morg­un þar sem fólk und­ir fimm­tugu er hvatt til að fara í bólu­setn­ingu gegn kór­ónu­veirunni.

Her­ferðin mun ná til sjón­varps, út­varps, sam­fé­lags­miðla og aug­lýs­inga­skilta þar sem fram kem­ur að „hver ein­asta bólu­setn­ing gef­ur okk­ur von“.

Sér­stakt frí­merki verður jafn­framt gefið út í til­efni af her­ferðinni.

Stjórn­völd hafa smám sam­an verið að draga úr tak­mörk­un­um vegna kór­ónu­veirunn­ar eft­ir að Bret­ar náðu mark­miði sínu um að all­ir yfir fimm­tugu væru bún­ir fá fyrsta skammt um miðjan apríl.

Næst­um 34 millj­ón­ir manna, eða um tveir þriðju­hlut­ar full­orðinna í land­inu, hafa fengið fyrri skammt bólu­efn­is. Von­ir standa til að all­ir full­orðnir verði bún­ir að fá fyrri skammt­inn í ág­úst.

Bólusetning í London.
Bólu­setn­ing í London. AFP

Alls hafa 4,4 millj­ón­ir manna greinst með kór­ónu­veiruna í Bretlandi og tæp­lega 128 þúsund manns hafa lát­ist. Talið er að bólu­setn­ing­in í land­inu, sem hef­ur gengið hratt og vel fyr­ir sig, hafi bjargað lífi yfir 10 þúsund manna í Bretlandi frá des­em­ber í fyrra þangað til í mars á þessu ári.

Sam­kvæmt ný­legri rann­sókn þar í landi dró úr sýk­ing­um um 65% í land­inu eft­ir að fyrstu skammt­arn­ir voru gefn­ir og hækkaði pró­sentutal­an enn meira eft­ir að seinni skammt­ar voru gefn­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert