„Líkin gætu hrannast upp“

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, lét í veðri vaka að „lík­in gætu hrann­ast upp“ í hitaum­ræðum sem fram fóru í Down­ing-stræti þegar tek­ist var á um út­göngu­bann vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins síðastliðið haust, eft­ir því sem breska rík­is­út­varpið BBC hef­ur eft­ir heim­ild­ar­mönn­um sín­um.

Fyrr í dag greindi Daily Mail frá því að for­sæt­is­ráðherr­ann hefði sagt að betra væri „að lík í þúsunda­tali hrönnuðust upp“ en að fyr­ir­skipa þriðju lok­un­ina.

John­son neit­ar þess­um um­mæl­um og bend­ir á að út­göngu­bann í Englandi hafi virkað vel.

Leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, Keir Star­mer, kvaðst gapandi yfir frétt­un­um. 

Um­mæl­in er John­son sögð hafa látið falla í lok októ­ber þegar annað út­göngu­bann tók gildi í Englandi þegar veiru­smit­um fjölgaði hratt í land­inu.

Talsmaður for­sæt­is­ráðherr­ans sagði um­rædd um­mæli ósönn og að sjálf­ur hefði Bor­is John­son neitað að hafa látið þau falla.

Frétt­ir dags­ins koma í fram­haldi af því að Dom­inic Cumm­ings, sem áður var helsti ráðgjafi for­set­is­ráðherr­ans, sakaði hann um að mis­beita valdi sínu og skorta heil­indi og færni í starfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert