„Líkin gætu hrannast upp“

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, lét í veðri vaka að „líkin gætu hrannast upp“ í hitaumræðum sem fram fóru í Downing-stræti þegar tekist var á um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins síðastliðið haust, eftir því sem breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum.

Fyrr í dag greindi Daily Mail frá því að forsætisráðherrann hefði sagt að betra væri „að lík í þúsundatali hrönnuðust upp“ en að fyrirskipa þriðju lokunina.

Johnson neitar þessum ummælum og bendir á að útgöngubann í Englandi hafi virkað vel.

Leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, Keir Star­mer, kvaðst gapandi yfir fréttunum. 

Ummælin er Johnson sögð hafa látið falla í lok október þegar annað útgöngubann tók gildi í Englandi þegar veirusmitum fjölgaði hratt í landinu.

Talsmaður forsætisráðherrans sagði umrædd ummæli ósönn og að sjálfur hefði Boris Johnson neitað að hafa látið þau falla.

Fréttir dagsins koma í framhaldi af því að Dom­inic Cumm­ings, sem áður var helsti ráðgjafi forsetisráðherrans, sakaði hann um að misbeita valdi sínu og skorta heilindi og færni í starfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert