Stefna á bóluefni fyrir börn í júní

Bóluefni Pfizer/BioNTech.
Bóluefni Pfizer/BioNTech. AFP

Lyfja­fram­leiðend­urn­ir Bi­oNTech og Pfizer stefna á að veita 12 til 15 ára göml­um börn­um í Evr­ópu bólu­efni í júní­mánuði. For­stjóri Bi­oNTech sagði í sam­tali við Der Spieg­el að fyr­ir­tækið væri á síðustu metr­un­um í því að leggja fram um­sókn um leyfi frá Lyfja­stofn­un Evr­ópu. 

Það tek­ur svo að meðaltali fjór­ar til sex vik­ur fyr­ir Lyfja­stofn­un Evr­ópu að meta gögn fyr­ir­tæk­is­ins. Bi­oNTech lít­ur á bólu­setn­ingu barna sem lyk­il­skref í átt að hjarðónæmi og enda­lok­um far­ald­urs­ins. 

Sem stend­ur hef­ur ekki verið tek­in ákvörðun um bólu­setn­ingu barna hér á landi en öll­um þeim sem fædd­ir eru árið 2005 eða fyrr verður boðin bólu­setn­ing til að byrja með. Í sam­tali við mbl.is á þriðju­dag sagði Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra að byggt væri á markaðsleyfi bólu­efn­anna sem eru í um­ferð hér þegar tek­in væri ákvörðun um það hverj­ir fengju bólu­setn­ingu. Það er gefið út fyr­ir 16 ára og eldri. 

„Til þess að breyta því þyrfti að end­ur­meta markaðsleyfið á grund­velli þeirra rann­sókna sem eru að fara fram núna,“ sagði Svandís á þriðju­dag. 

Það ætti að henta yf­ir­völd­um hér á landi ágæt­lega að bólu­efnið standi til boða fyr­ir börn í júní­mánuði þar sem bólu­setn­ingu full­orðinna, í það minnsta hvað fyrsta skammt varðar, á að vera kom­in mjög langt í þeim mánuði. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert