Markar upphaf endalokanna í Afganistan

Hersveitir á vegum Atlantshafsbandalagsins gæta herstöðvar Bandaríkjanna í Kandahar í …
Hersveitir á vegum Atlantshafsbandalagsins gæta herstöðvar Bandaríkjanna í Kandahar í Afganistan. AFP

Bandaríski herinn hóf í dag formlega að draga síðustu hersveitir sínar úr Afganistan. Markar það upphafið að endalokunum á lengsta stríði Bandaríkjanna sem staðið hefur í tuttugu ár. 

Bandarískir embættismenn í landinu segja að dagurinn í dag sé í raun bara áframhald á því sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið, en stjórnvöld í Washinton gera mikið úr deginum enda hafði áður verið samið við talíbana um að 1. maí yrði dagurinn sem Bandaríkin drægju sig endanlega út úr landinu. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti ákvað hins vegar að fresta því til 11. september á þessu ári en talíbanar hafa sagt það „skýrt brot“ á samkomulaginu.

Öryggissveitir afganskra stjórnvalda eru í viðbragðsstöðu vegna hættu á árásum frá talíbönum sem óttast er að geti sótt í sig veðrið í landinu eftir því sem Bandaríkin hörfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert