Rýmri heimildir fyrir bólusetta gagnrýndar

Angela Merkel er kanslari Þýskalands.
Angela Merkel er kanslari Þýskalands. AFP

Lagafrumvarp sem heimilar fólki í Þýskalandi sem hefur verið bólusett gegn Covid-19 ýmislegt sem óbólusettum er óheimilt hefur hlotið mikla gagnrýni. Með nýju lögunum myndu bólusettir ekki þurfa að virða nándarmörk, útgöngubann eða reglur um sýnatöku. 

Frumvarpið er sagt mismuna ungu fólki sem þarf enn að bíða í einhverja mánuði eftir því að fá fyrsta bóluefnaskammtinn. Ríkisstjórn Angelu Merkel telur að fólk sem hefur annaðhvort sögu um fyrri Covid-19-sýkingu eða verið fullbólusett gegn veirunni verði að geta endurheimt grunnréttindi sín vegna þess að það ógni ekki lengur samfélaginu. 

Lifandi fréttastreymi Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert