Óvænt úrslit í Hartlepool

AFP

Íhalds­flokk­ur­inn vann óvænt­an sig­ur í Hartlepool í bresku sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í gær, en Hartlepool hef­ur verið ör­uggt vígi Verka­manna­flokks­ins allt frá ár­inu 1974.

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar fóru fram í Bretlandi í gær en það eru fyrstu al­mennu kosn­ing­arn­ar þar í landi frá því Bret­ar yf­ir­gáfu Evr­ópu­sam­bandið og kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hófst. Von er á niður­stöðu kosn­inga til skoska þings­ins á morg­un. 

Niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar í Hartlepool er mikið áfall fyr­ir Verka­manna­flokk­inn og leiðtoga hans, Keir Star­mer. 

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, og sambýliskona hans, Carrie Symonds, greiddu …
For­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Bor­is John­son, og sam­býl­is­kona hans, Carrie Symonds, greiddu at­kvæði í miðborg London í gær. AFP

Áður en op­in­ber niðurstaða lá fyr­ir í Hartlepool var kom­in risa­vax­in blaðra í líki for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Bor­is John­son, fyr­ir utan bygg­ing­una þar sem at­kvæði voru tal­in. Sjá nán­ar á BBC.

Sam­kvæmt frétt AFP-frétta­stof­unn­ar er talið lík­legt að góður gang­ur í bólu­setn­ing­um við Covid-19 hafi komið John­son og flokki hans, Íhalds­flokkn­um, vel í kosn­ing­un­um þrátt fyr­ir að dauðsföll af völd­um Covid-19 hafi verið einna flest þar í landi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert