Óvænt úrslit í Hartlepool

AFP

Íhaldsflokkurinn vann óvæntan sigur í Hartlepool í bresku sveitarstjórnarkosningunum í gær, en Hartlepool hefur verið öruggt vígi Verkamannaflokksins allt frá árinu 1974.

Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Bretlandi í gær en það eru fyrstu almennu kosningarnar þar í landi frá því Bretar yfirgáfu Evrópusambandið og kórónuveirufaraldurinn hófst. Von er á niðurstöðu kosninga til skoska þingsins á morgun. 

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hartlepool er mikið áfall fyrir Verkamannaflokkinn og leiðtoga hans, Keir Starmer. 

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, og sambýliskona hans, Carrie Symonds, greiddu …
Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, og sambýliskona hans, Carrie Symonds, greiddu atkvæði í miðborg London í gær. AFP

Áður en opinber niðurstaða lá fyrir í Hartlepool var komin risavaxin blaðra í líki forsætisráðherra landsins, Boris Johnson, fyrir utan bygginguna þar sem atkvæði voru talin. Sjá nánar á BBC.

Samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar er talið líklegt að góður gangur í bólusetningum við Covid-19 hafi komið Johnson og flokki hans, Íhaldsflokknum, vel í kosningunum þrátt fyrir að dauðsföll af völdum Covid-19 hafi verið einna flest þar í landi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka