Mörg hundruð manns særðust í átökum sem áttu sér stað á milli Palestínumanna og ísraelsku lögreglunnar við moskuna Al-Aqsa í borginni Jerúsalem í morgun.
Samtökin Rauði hálfmáninn greindu frá því í tilkynningu að um fimmtíu manns hefðu verið fluttir á sjúkrahús.
Óttast er að átökin haldi áfram í dag í tengslum við árlega fánagöngu í Jerúsalem þar sem Ísraelar minnast þess er þeir hertóku Austur-Jerúsalem árið 1967.
Margir Palestínumenn líta á gönguna sem vísvitandi ögrun af hálfu Ísraela.