Ráðist á breskan rabbína

Fjölmenn mótmæli voru í Lundúnum á laugardaginn gegn loftárásum ísraelshers …
Fjölmenn mótmæli voru í Lundúnum á laugardaginn gegn loftárásum ísraelshers á Gaza-svæðinu. AFP

Breska lög­regl­an rann­sak­ar nú lík­ams­árás gegn rabbína en hann var lagður inn á spít­ala eft­ir árás­ina. CNN grein­ir frá þessu.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar er talið að árás­in, sem gerð var á sunnu­dag­inn, hafi haf­ist þegar tveir ung­ling­ar stigu fyr­ir fram­an bíl rabbín­ans. Hófu þeir að hrópa á hann og höfðu uppi niðrandi um­mæli um trú­ar­brögð hans áður en þeir skemmdu bíl hans.

Þegar hann steig síðan úr bíln­um til þess að mæta ung­ling­un­um réðust þeir á hann. Ung­ling­arn­ir stálu þá farsíma rabbín­ans og flúðu vett­vang­inn.

Árás­in er ekki ein­angrað at­vik en fyrr um helg­ina voru fjór­ar mann­eskj­ur hand­tekn­ar fyr­ir að keyra bíla­lest í hverfi í Lund­ún­um þar sem marg­ir gyðing­ar búa og hrópa gyðinga­h­atri um hverfið með gjall­ar­horn­um. At­vik­in fylgja fjöl­menn­um mót­mæla­fundi í Lund­ún­um um helg­ina þar sem loft­árás­um Ísra­els­hers á Gaza-svæðið var mót­mælt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert