Biden svarar engu um Ísrael

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, reynsluók rafmagnsbíl í Michigan-ríki í gær.

Biden var þó fljótur að gefa allt í botn þegar blaðamenn óskuðu eftir að fá að ræða við hann um átök í Mið-Austurlöndum á milli Ísraels og Palestínumanna. Hann hefur hingað til forðast að ræða málefni Ísraels. 

BBC greinir frá. 

Greint var í vikunni frá vopnasölu Bandaríkjamanna til Ísraels að and­virði 735 millj­ónir banda­ríkja­dala, sem jafn­gild­ir rúm­lega 93 millj­örðum ís­lenskra króna, sem samþykkt var í byrjun maí, áður en núverandi átök hófust. 

Er Biden steig inn í forsetaþotuna mætti hann palestínsk-bandarísku þingkonunni Rashidu Tlaib, sem hefur ekki legið á gagnrýni sinni í garð Bidens vegna afstöðu og afstöðuleysis í málefnum Ísrael. 

Sjá má á myndefni BBC að Joe Biden og Tlaib skiptust á orðum á flugbrautinni, en ekki er greint frekar frá þeirra samskiptum. 

Sjá má stutt fréttaskýringamyndskeið BBC hér: 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert