Eldflaugum skotið á Ísrael frá Líbanon

Eldflaugum skotið að Ísrael frá Gaza.
Eldflaugum skotið að Ísrael frá Gaza. AFP

Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Líbanon í átt að Ísrael. Þetta er þriðja slíka árásin á innan við viku. 

Eldflaugunum var skotið frá svæðinu Tyre, nálægt þorpinu Seddiqine, í Líbanon. Enn er óljóst hverjir standa að baki árásunum. Fámennar fylkingar Palestínumanna í Líbanon hafa áður skotið á Ísrael og þá er hryðjuverkahópurinn Hezbollah einnig starfandi í landinu.

Ísrael hefur brugðist við árásunum og skotið þónokkrum sprengjum að suðurhluta Líbanons. Í tilkynningu frá Ísraelsher kemur fram að eldflaugavarnarkerfi Ísraels hafi stöðvað eina af flaugunum sem sendar voru frá Líbanon, önnur hafi lent á opnu svæði en tvær farið í Miðjarðarhafið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert