Einn af hverjum tíu þúsund bólusettum smituðust

Um 0,01% af fólki sem er fullbólusett hefur smitast af …
Um 0,01% af fólki sem er fullbólusett hefur smitast af kórónuveirunni, þetta kemur fram í nýrri rannsókn. AFP

Um 0,01% af þeim sem hafa verið fullbólusett í Bandaríkjunum hafa smitast af kórónuveirunni, á tímabilinu frá janúar til apríl. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) sem sýnir fram á þá miklu virkni sem bóluefnin hafa.

Rannsökuð voru kórónuveirusmit hjá fullbólusettum einstaklingum og voru þeir um 101 milljón þegar rannsóknin var gerð. 10.262 kórónuveirusmit voru greind af þeim 101 milljón sem tóku þátt í rannsókninni. Bóluefnin sem rannsóknin skoðaði voru Pfizer, Moderna og Janssen.

„Jafnvel þótt bóluefnin hafa verið samþykkt af yfirvöldum og virkni þeirra góð, þá má alltaf búast við því að að sumir smitast. Sérstaklega því meirihluti íbúa hafa ekki verið fullbólusettir og hjarðónæmi ekki náðst,“ segir í rannsókninni. 

63% af fólkinu sem smitaðist voru konur og 27% af þeim sem smituðust fengu engin einkenni. Hlutfall þeirra sem voru lagðir inn á spítala voru 706 af 101 milljón eða 0,0007% og 132 af 101 milljón létu lífið af völdum veirunnar eða 0,0001%.

Flestir smituðust af breska afbrigðinu sem er talið vera meira smitandi en önnur afbrigði. Kom fram í rannsókninni að hlutfall þeirra smituðu er líklega hærra vegna þess möguleika að einkennalausir fari ekki í sýnatöku og greinast því ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert