Krefjast ítarlegri rannsóknar á upphafi faraldurs

Heilbrigðisstarfsfólk í Wuhan við upphaf faraldursins 2020.
Heilbrigðisstarfsfólk í Wuhan við upphaf faraldursins 2020. AFP

Banda­rík­in, Ástr­al­ía, Jap­an og fjór­ar aðrar þjóðir kölluðu eft­ir því í dag að Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) fram­kvæmdi ít­ar­legri rann­sókn á upp­runa Covid-19 veirunn­ar.

Rík­in sögðust á aðal­fundi WHO með þessu leggja áherslu mik­il­vægi sér­fræðiþekk­ing­ar um upp­haf far­ald­urs­ins. Nauðsyn­legt væri að greina það hvers vegna veir­an fór að ber­ast manna á milli. Það væri einnig grund­völl­ur þess að forðast aðra slíka far­aldra.

Eng­in ein­róma álykt­un um upp­haf far­ald­urs

Þrátt fyr­ir and­mæli Kín­verja fór fjölþjóðlegt teymi vís­inda­manna að rann­saka Wu­h­an-borg­ina til þess að rann­saka upp­haf far­ald­urs­ins fyrr á þessu ári. Teymið var á veg­um WHO en niður­stöður henn­ar voru birt­ar í mars síðastliðnum.  

Eng­in ein­dreg­in álykt­un kom úr þeirri rann­sókn svo teymið kaus að úti­loka ekki neina til­gátu. Hins veg­ar sagði teymið hug­mynd­ina um að vírus­inn hafi borist í menn frá leður­blök­um með viðkomu í einu dýri inni á milli lík­leg­asta. Teymið sagði þá til­gátu að veir­an hafi borist af rann­sókn­ar­stofu „ákaf­lega ólík­lega“.

Þrátt fyr­ir það sagði formaður WHO all­ar til­gát­ur enn til skoðunar, rann­sókn­in hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir að vera ógagn­sæ og fyr­ir að gefa til­gát­unni um leka af rann­sókn­ar­stofu ekki nægj­an­leg­an gaum.

All­ir heims­far­aldr­ar frá 1900 borist úr dýr­um

Í svari Vís­inda­vefs­ins sem birt­ist í dag „Er vitað hvaðan spænska veik­in kom?“ seg­ir Jón Magnús Jó­hann­es­son, deild­ar­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, að af þeim sex heims­faröldr­um sem riðið hafi yfir heims­byggðina frá upp­hafi 20. ald­ar eigi þeir all­ir sam­eig­in­legt að vera veiru­sýk­ing­ar og hafa borist í menn úr dýr­um.

„Þess­ir nýju smit­sjúk­dóm­ar sem urðu að heims­faröldr­um eiga það ekki aðeins sam­eig­in­legt að sýkil­inn berst upp­haf­lega úr dýr­um held­ur voru veir­ur or­sök þeirra allra. Sýk­ill­inn þarf þó ekki að vera veira, bakt­erí­ur geta líka borist á milli dýra og manna og valdið mjög skæðum og út­breidd­um sjúk­dóm­um.“

Jón Magnús Jóhannesson skrifaði svar um spænsku veikina og uppruna …
Jón Magnús Jó­hann­es­son skrifaði svar um spænsku veik­ina og upp­runa henn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Vilja nýja, gegn­særri rann­sókn

Xa­vier Becerra heil­brigðisráðherra Banda­ríkj­anna seg­ir ann­an þátt rann­sókn­ar­inn­ar þurfa að hefjast og grund­vall­ast á „gagn­sæi, vís­inda­hyggju og á að gefa alþjóðat­eymi sér­fræðinga ráð á því til þess að kom­ast að rót­um veirunn­ar og upp­hafs­dög­um henn­ar.“

Málið er viðkvæmt inn­an stofn­un­ar­inn­ar og því er ekki lík­legt að sam­hug­ur ná­ist um efnið sam­kvæmt frétta­veit­unni AFP.

Xavier Becerra heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna.
Xa­vier Becerra heil­brigðisráðherra Banda­ríkj­anna. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert