Farþegi með bandaríska flugfélaginu Southwest Airlines kýldi flugfreyju úr áhöfn vélarinnar með þeim afleiðingum að úr henni brotnuðu tvær framtennur. Atvikið náðist á myndskeið sem BBC birtir með frétt sinni um málið.
Svo virðist sem konan hafi ráðist að flugfreyjunni vegna þess að hún vildi ekki virða grímuskyldu um borð.
Í frétt BBC segir að óvenjumikið hafi verið um tilkynningar af þessu tagi til flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum á þessu ári. Vanalega skipta tilkynningar um árásir farþega gegn flugáhöfnum um 150-250 á ári, en það sem af er 2021 hafs 2.500 tilfelli verið tilkynnt.
Konan sem sést kýla flugfreyju Southwest Airlines hefur verið kærð fyrir líkamsárás.