Afbrigðin verði kennd við bókstafi en ekki lönd

Höfuðstöðvar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Genf.
Höfuðstöðvar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Genf. AFP

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin kynnti í dag nýtt nafnakerfi á afbrigði Covid-19 veirunnar. Nú verða þau kennd við bókstafi gríska stafrófsins í stað upprunalands.

Þannig mun nafnið Alfa-afbrigðið koma í stað breska afbrigðisins og Beta-afbrigðið í stað suðurafríska. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir nafnakerfinu ætlað að einfalda umræður um afbrigðin og draga úr fordómum.

Alpha, Beta, Gamma og Delta 

Hingað til hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sett fjögur afbrigði á lista sem „eftirtektarverð“. Þau hafa hingað til verið kennd við Bretland, Brasilíu, Suður-Afríku og Indland en munu nú heita Alfa-, Beta-, Gamma- og Delta-afbrigðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert