Alþjóðaheilbrigðisstofnunin kynnti í dag nýtt nafnakerfi á afbrigði Covid-19 veirunnar. Nú verða þau kennd við bókstafi gríska stafrófsins í stað upprunalands.
Þannig mun nafnið Alfa-afbrigðið koma í stað breska afbrigðisins og Beta-afbrigðið í stað suðurafríska. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir nafnakerfinu ætlað að einfalda umræður um afbrigðin og draga úr fordómum.
Hingað til hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sett fjögur afbrigði á lista sem „eftirtektarverð“. Þau hafa hingað til verið kennd við Bretland, Brasilíu, Suður-Afríku og Indland en munu nú heita Alfa-, Beta-, Gamma- og Delta-afbrigðin.
No country should be stigmatized for detecting and reporting variants.
— Maria Van Kerkhove (@mvankerkhove) May 31, 2021
Globally, we need robust surveillance for variants, incl epi, molecular and sequencing to be carried out and shared. We need to continue to do all we can to reduce the spread of SARS-CoV-2 #COVID19 @WHO