Gull og grænir skógar fyrir bólusetningu

AFP

Flugmiðar, íbúðir, fríir drykkir og kannabis eru meðal þess sem fólki býðst láti það bólusetja sig á ákveðnum stöðum í heiminum. Því á sama tíma og mörg lönd heyja harða baráttu við að útvega bóluefni þá er staðan önnur í ákveðnum löndum þar sem fyrirtæki og stjórnvöld reyna að hvetja fólk til að mæta í bólusetningu.

Fréttastofa AFP tók saman upplýsingar um nokkur þessara tilboða. 

Í Ástralíu hefur gengið illa að fá landsmenn til að mæta í bólusetningu en afar fá smit hafa greinst þar miðað við höfðatölu. Áhyggjur af mögulegum aukaverkunum eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hefur einnig valdið tregðu meðal almennings við að mæta í bólusetningu.

AFP

Ástralska flugfélagið Qantas hefur því brugðið á það ráð að bjóða bólusettum að taka þátt í happdrætti sem miðar að því að breyta stöðunni þar í landi. Nú eru tæp 2% fullbólusett í Ástralíu.

Forstjóri Qantas, Alan Joyce, sagði á blaðamannafundi í dag að flugfélagið ætlaði að bjóða upp á tíu risavinninga, að minnsta kosti einn fyrir hvert ríki og svæði, þar sem fjölskyldum er boðið upp á ótakmörkuð ferðalög í leiðakerfi Qantas og Jetstar í eitt ár. Hver vinningur gildir fyrir fjóra. 

Allir þeir sem eru bólusettir og verður einnig þeim sem láta bólasetja sig út árið boðin þátttaka. Að vísu er einn galli á gjöf Njarðar – landamæri Ástralíu eru lokuð með einni undantekningu – fyrir Nýja-Sjálandi. 

AFP

Í Hong Kong er íbúum boðið upp á að taka þátt í milljón dollara happdrætti fyrir það að bretta upp ermar og þiggja bólusetningu. Fasteignafélög í Hong Kong taka þátt í happdrættinu og er vinningurinn ekki af verra taginu, ný íbúð sem metin er á 10,8 Hong Kong dali, eða tæpar 170 milljónir króna, enda húsnæðismarkaðurinn í Hong Kong sennilega með þeim erfiðari í heiminum. 

Hong Kong er eitt fárra svæða í heiminum sem hefur tryggt sér meira en nóg af bóluefni fyrir alla þá sem þar búa, 7,5 milljónir. En vantraust á stjórnvöld og fá smit hefur gert það að verkum að margir draga lappirnar þegar kemur að því að mæta í bólusetningu. 

Íbúar í Hong Kong eiga möguleika á að eignast íbúð …
Íbúar í Hong Kong eiga möguleika á að eignast íbúð gegn bólusetningu. AFP

Í Bandaríkjunum er ýmislegt í boði ef fólk lætur bólusetja sig. Má þar nefna kleinuhringi, miðar á hafnarboltaleiki, matvöru og jafnvel verðbréf. Í New York geta íbúar komið við á Union-torgi og fengið marijúana á endurgjalds ef þeir geta sýnt fram á að þeir hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólusetningar við Covid-19. Undanfarna daga hafa því myndast biðraðir við sölubásinn „Joints for Jabs“ en aðgerðarsinnar sem reka þjónustuna fagna með þessu að í New York ríki hefur lögum verið breytt á þann hátt að kannabisneysla er ekki lengur ólögleg. 

Bólusett á Union-torgi í New York.
Bólusett á Union-torgi í New York. AFP

 Ísrael hefur tekist að vera meðal þeirra ríkja þar sem hæsta hlutfall íbúa hefur látið bólusetja sig. Á sama tíma er margir sem óttast að missa skilaboðunum um að mæta í bólusetningu því fríðindi eru í boði fyrir þá sem eru bólusettir. Til að mynda er það sett sem skilyrði á mörgum börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum að viðkomandi sé bólusettur. 

Í Tel Aviv hafa yfirvöld boðið borgarbúum upp á nýja tegund þjónustu: fáðu frían drykk og  bólusetningu á sérstökum bólusetningarbörum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert