Faraldurinn á við fjórfalda efnahagskrísu

Kona að störfum í Úlan Bator í Mongólíu.
Kona að störfum í Úlan Bator í Mongólíu. AFP

Áhrif kórónuveirufaraldursins á atvinnulíf heimsins eru fjórum sinnum meiri en af völdum efnahagskrísunnar sem varð árið 2008.

Frá þessu greindi undirstofnun Sameinuðu þjóðanna á sviði atvinnumála í dag, þegar stafrænt þing stofnunarinnar var sett.

„Reynsla sumra af vinnu í þessum faraldri hefur einkennst af óþægindum, leiðindum, streitu og ergelsi,“ sagði forstjórinn Guy Ryder á þinginu í dag.

„Fyrir aðra hefur reynslan snúist um ótta, fátækt og hvernig á að lifa af,“ bætti hann við.

Fleiri verði án atvinnu 2022 en fyrir faraldur

Bent var á að fleiri en hundrað milljónir verkafólks hefðu hrunið niður í fátækt vegna faraldursins. Vinnutímum hefði snarfækkað og aðgengi að góðri atvinnu nánast horfið víða.

Ekki síst var tekið fram að 205 milljónir manna gætu verið án atvinnu árið 2022, mun fleiri en árið 2019 þegar fjöldinn hljóðaði upp á 187 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert