Greiddu ekki krónu í skatta

Jeff Bezos er einn ríkasti maður heims.
Jeff Bezos er einn ríkasti maður heims. AFP

Skattgreiðslum þeirra allra ríkustu í Bandaríkjunum hefur verið lekið til fjölmiðla og eru upplýsingar nú aðgengilegar á nokkrum fréttavefjum. Til að mynda greiddi Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi Amazon, ekki krónu í skatt árin 2007 og 2011 og Elon Musk, eigandi Tesla, greiddi ekki skatta árið 2018.

Fréttavefurinn ProPublica greinir frá því að hann hafi undir höndum upplýsingar um skattgreiðslur nokkurra af ríkustu einstaklingum heims. Auk Bezos og Musk er fjárfestirinn  Warren Buffett þar á meðal og fleiri.

Elon Musk.
Elon Musk. AFP

Talskona Hvíta hússins segir lekann ólöglegan og er hann til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni og skattayfirvöldum. 

Samkvæmt frétt ProPublica greiða 25 ríkustu Bandaríkjamennirnir minna í skatta heldur en flestir venjulegir launamenn í landinu. Að meðaltali er skatthlutfall þeirra ríkustu 15,8%.

Jesse Eisinger, ritstjóri ProPublica, segir í samtali við þátt BBC, Today Programme, að verulega komi á óvart hvað þú getir lækkað skatta þína ef þú ert milljarðamæringur. Þú getir jafnvel sloppið við að greiða skatta án þess að brjóta til þess lög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert