Ísraelar hófu fyrir skömmu loftárásir sem beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas á Gaza-svæðinu eftir að íkveikjusprengjur voru sendar með blöðrum frá Gaza-svæðinu til Ísraels.
BBC greinir frá.
Um er að ræða fyrstu alvarlegu átökin sem blossað hafa upp á milli Palestínumanna og Ísraela síðan vopnahlé tók gildi 21. maí síðastliðinn eftir 11 daga átök á milli þjóðanna.
Ekki er ljóst hvort loftárásirnar hafi valdið fólki skaða.
Blaðamaður breska ríkisútvarpsins sem staddur er á Gaza-svæðinu hefur deilt myndskeiði á samfélagsmiðlum þar sem hann segir að heyra megi í ísraelskum drónum sem vofa yfir svæðinu.