Grímuskylda aftur sett á í Ísrael

Bólusetning í Ísrael hefur gengið vel.
Bólusetning í Ísrael hefur gengið vel. AFP

Ísraelsk yfirvöld tilkynntu fyrr í dag að grímuskyldu verði aftur komið á að hluta til vegna aukins fjölda smita í landinu. Grímuskylda var afnumin í Ísrael fyrir 10 dögum. 

Nachman Ash, sem fer fyrir aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirunnar, segir að grípa þurfi til grímuskyldu að nýju eftir að yfir 100 smit hafi greinst fjóra daga í röð. Grímuskylda verður í almenningsrýmum innandyra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert