Fimm létust eftir að loftbelgur rakst á raflínu í Albuquerque í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í borginni losnaði karfan sem farþegarnir voru í frá belgnum og féll um 30 metra til jarðar.
Sjónarvottar lýsa því á samfélagsmiðlum hvernig allt loft fór úr loftbelgnum sem féll rakleiðis til jarðar. Um 13 þúsund íbúar í nágrenninu voru án rafmagns eftir slysið sem átti sér stað um klukkkan sjö í morgun að staðartíma, eða í hádeginu að íslenskum tíma.
Flugmaður loftbelgsins lést, ásamt tveimur körlum og tveimur konum. Fjögur létust samstundis en einn mannanna lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu en flugmálastjórn Bandaríkjanna er með málið til rannsóknar.
Joshua Perez varð vitni að slysinu og meðal þeirra fyrstu sem komu á vettvang og hjálpaði til við að slökkva á gaskútnum í belgnum. „Að sjá loftbelg falla til jarðar með þessum hætti er átakanlegt,“ segir hann.
Video of the hot air balloon crash in Albuquerque this morning from Brandon Banes. So far four people are dead and one is critically injured. pic.twitter.com/ZpuCz8qI1y
— Grant Tosterud (@granttosterudwx) June 26, 2021
Our officers are responding to a hot air balloon crash in the area of Central Ave and Unser Blvd where a balloon appears to have hit a power line.
— Albuquerque Police Department (@ABQPOLICE) June 26, 2021