Hvetja fullbólusetta til grímunotkunar

WHO hvetur fullbólusetta til þess að halda áfram að stunda …
WHO hvetur fullbólusetta til þess að halda áfram að stunda sóttvarnir. AFP

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) hef­ur hvatt full­bólu­setta til þess að halda áfram að nota grím­ur og halda fjar­lægð frá öðrum ásamt hefðbundn­um sótt­varn­aráðstöf­un­um til þess að koma í veg fyr­ir út­breiðslu Delta-af­brigðis Covid-19.

Frá þessu grein­ir á vef CNBC.

„Fólk má ekki byrja að upp­lifa sig ör­uggt bara um leið og það hef­ur fengið tvo skammta af bólu­efni. Það þarf enn þá að stunda sótt­varn­ir,“ sagði Mariang­ela Simao, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri lyfja- og heilsu­vöru­sviðs WHO á blaðamanna­fundi í höfuðstöðvum stofn­un­ar­inn­ar í Genf.

„Bólu­setn­ing ein og sér mun ekki koma í veg fyr­ir sam­fé­lags­smit. Fólk verður að halda áfram að nota grím­ur, vera í loftræst­um rým­um, þvo sér um hend­urn­ar og forðast hópa­mynd­un. Þetta er enn þá mjög mik­il­vægt þegar það er sam­fé­lags­smit í gangi, þó svo fólk sé bólu­sett,“ bætti hún við.

Til­mæl­in koma í ljósi þess að fjöldi landa hef­ur aflétt tak­mörk­un­um vegna far­ald­urs­ins en stofn­un­in biðlar til full­bólu­settra að halda áfram að stunda sótt­varn­ir á meðan Delta-af­brigðið, sem hef­ur þegar greinst í yfir 92 lönd­um, held­ur áfram að breiðast út.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert