Stefan Löfven segir af sér

Stefan Löfven.
Stefan Löfven. AFP

Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, sagði af sér á blaðamanna­fundi rétt í þessu. Van­traust­stil­laga á Löf­ven var samþykkt á sænska þing­inu fyr­ir viku og rann frest­ur Löf­vens til þess að ákveða hvort hann myndi boða til kosn­inga eða segja af sér út í dag.

Á blaðamanna­fund­in­um sagði hann ekki gott fyr­ir Svíþjóð að boða til kosn­inga vegna stöðunn­ar í sam­fé­lag­inu vegna heims­far­ald­urs. Rík­is­stjórn Löf­vens mun halda áfram að stýra Svíþjóð í bili sem bráðabirgðarík­is­stjórn.

Þarf að fá stuðning frá 175 þing­mönn­um

Löf­ven er fyrsti leiðtogi sænsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem þingið hef­ur samþykkt van­traust­stil­lögu gegn. 

Það er nú í hönd­um þing­for­set­ans Andreas Nor­lens að opna á viðræður um skip­un nýs for­sæt­is­ráðherra. 

Ulf Kristers­son, leiðtogi miðju­flokks­ins Moderata saml­ingspartiet, hef­ur verið nefnd­ur sem lík­leg­asti arftaki Löf­vens.

Ferlið gæti þó tekið lang­an tíma þar sem Nor­len þarf að ræða við for­menn allra flokka á sænska þing­inu áður en hann legg­ur til nýj­an for­sæt­is­ráðherra. Þá þarf Nor­len að fá stuðning við valið frá 175 þing­mönn­um. Ef hon­um tekst það ekki þarf að boða til kosn­inga að nýju.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert