Litlar líkur eru á að börn látist af völdum Covid-19 samkvæmt umfangsmikilli rannsókn sem bendir til að Covid-19 sé hættuminni börnum en áður var talið.
99,995% af þeim 469.982 börnum á Englandi sem fengu Covid-19 á því tímabili sem rannsakað var lifðu af. Fram kemur í Wall Street Journal að færri börn létust af völdum veirunnar en áður hafði verið talið. 25 af 61 dauðsfalli meðal barna með Covid-19 var vegna veirunnar sjálfrar samkvæmt rannsókninni.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru til bráðabirgða og hafa ekki verið yfirfarnar af sjálfstæðum sérfræðingum. Rannsóknin gæti komið til með að hafa áhrif á þær reglur sem munu gilda í enskum skólum í haust, svo sem varðandi grímuskyldu og fjarlægðartakmörk.
Undirliggjandi sjúkdómar, sérstaklega alvarlegar heila- og taugatengdar fatlanir, juku líkurnar á því að börn létust af völdum Covid-19. Fimmtán af þeim 25 börnum sem létust af völdum Covid-19 voru með undurliggjandi sjúkdóma. Rannsóknin tilgreinir ekki hverslags sjúkdóma umrædd börn voru með, en segja að blanda af tauga- og öndunarfærasjúkdómum auki líkurnar á dauðsfalli mest.
Ekkert barn sem greint var með astma, sykursýki, flogaveiki eða Downs heilkenni lést af völdum veirunnar.