Jafn áríðandi að ræða loftslagsmál og kjarnorkuvopn

Sergei Lavrov og John Kerry.
Sergei Lavrov og John Kerry. AFP

Bandarísk og rússnesk yfirvöld hafa gefið það út að þau muni vinna saman að aðgerðum gegn loftslagsáhrifum, þrátt fyrir stirt samband milli ríkjanna.

John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í umhverfismálum, er staddur í Moskvu í þriggja daga opinberri heimsókn.

Eftir fund við Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands, var haft eftir Kerry að það gæti ekki verið meira undir. Eftir áralangar viðræður milli þessara tveggja stórvelda um stríð, efnavopn og kjarnorkuvopn sé viðfangsefnið sem blasir við í dag ekki síður áríðandi og þungbært.

Lavrov lýsti því yfir að Rússar og Bandaríkjamenn myndu vinna náið saman til að vinna bug á loftslagsvánni. Rússar skilji mikilvægi verkefnisins sem framundan er og þótti Lavrov heimsókn Kerry tímabær. Bætti hann við að þetta samstarf væri líklegt til þess að létta á spennunni milli ríkjanna tveggja.

Rússland er eitt fremsta landið í olíu- og gasframleiðslu en síðustu ár hafa Rússar tekið ýmis framfaraskref og gefið út yfirlýsingar þess efnis að þeir átti sig á hættunni sem stafar af loftslagsbreytingum. Þrátt fyrir það hafa gagnrýnisraddir bent á það að Rússar séu alls ekki að gera nóg, en þjóðin er í fjórða sæti yfir þær þjóðir sem menga mest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert