Þýskaland íhugar að skerða réttindi óbólusettra

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Ef smit­um held­ur áfram að fjölga í Þýskalandi gætu óbólu­sett­ir þurft að lúta nýj­um regl­um. Nei­kvætt veiru­próf myndi þá ekki leng­ur jafn­gilda bólu­setn­ing­ar­vott­orði. Skrif­stofu­stjóri Ang­elu Merkel greindi frá þessu í viðtali við þýska frétta­blaðið Bild am Sonntag. 

„Bólu­sett­ir munu njóta meira frels­is en þeir óbólu­settu, það er morg­un­ljóst,“ er haft eft­ir Hel­ge Braun. Þjóðverj­ar þurfa í dag að sýna bólu­setn­ing­ar­vott­orð eða ný­legt nei­kvætt veiru­próf til að kom­ast á veit­ingastaði, í kvik­mynda­hús eða íþrótta­leik­vanga.

Nei­kvætt veiru­próf dugi ekki

Ef smit­um fjölg­ar frek­ar gæti þeim sem sýna fram á nei­kvætt vott­orð brátt verið meinað aðgengi að þess­um stöðum. Hel­ge seg­ir það skyldu rík­is­ins að vernda heilsu fólks. Í því fel­ist að reka heil­brigðis­kerfi sem þurfi ekki að seinka krabba­meins- og liðskiptaaðgerðum til að hlúa að Covid-sjúk­ling­um.

Þrátt fyr­ir fjölg­un smita Delta-af­brigðis­ins í Þýskalandi seg­ir heil­brigðisráðherra Þýska­lands Jens Spa­hn enga þörf á tak­mörk­un­um eins og voru í vet­ur: „Svo lengi sem af­brigði hafa ekki áhrif á virkni bólu­efna er eng­in þörf á aðgerðum sam­svar­andi þeim sem við sáum í vet­ur. Það er hvorki þörf á því né laga­leg stoð fyr­ir þeim.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert