Engin stoð í sögum um ofurmátt Ivermectin

Bólusetning með Sinovac á knattspyrnuvelli í borginni Surabaya í Indónesíu.
Bólusetning með Sinovac á knattspyrnuvelli í borginni Surabaya í Indónesíu. AFP

Þegar kór­ónu­veir­an fór á flug í Indó­nes­íu í byrj­un júlí hófu lands­menn að hamstra lyfið Iver­mect­in af mikl­um ákafa og brátt var það upp­selt í apó­tek­um víða um land. Ástæðan fyr­ir þess­ari áfergju í lyf, sem notað er gegn sníkju­dýr­um, var mál­flutn­ing­ur stjórn­mála­manna og áhrifa­valda á fé­lags­miðlum.

Vís­ind­in styðja hins veg­ar eng­an veg­inn full­yrðing­ar um ágæti Iver­mect­in við að vinna á kór­ónu­veirunni og hafa Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna og sótt­varna­yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu­sam­band­inu varað við notk­un þess. Meira að segja fram­leiðand­inn, Merck, sagði enga vís­inda­lega stoð fyr­ir því að lyfið hefði áhrif á veiruna og það gæti valdið skaða ef það væri notað með röng­um hætti.

Þeir sem lengst ganga í áróðri fyr­ir Iver­mect­in halda fram að yf­ir­völd horfi vís­vit­andi fram hjá gagn­semi Iver­mect­in til að hygla lyfja­fyr­ir­tækj­um og segja að öll­um brögðum sé beitt til að þagga niður í þeim. Í þeirra heimi hafa stjórn­völd um all­an heim látið yfir al­menn­ing ganga enda­laus­ar sam­komutak­mark­an­ir og aðrar aðgerðir með ómæld­um skakka­föll­um fyr­ir efna­hag heims­ins, frek­ar en að viður­kenna lækn­inga­mátt undra­lyfs­ins Iver­mect­in, allt í þágu lyfjarisa.

Umræða um lyfið í sam­bandi við kór­ónu­veiruna kviknaði fyrst um mitt ár 2020. Þá birt­ist grein eft­ir ástr­alska vís­inda­menn þess efn­is að háir skammt­ar sýndu virkni gegn SARS-CoV-2-veirunni, sem veld­ur kór­ónu­veik­inni, á rann­sókn­ar­stofu. Lyfja­fræðing­ar bentu hins veg­ar strax á að vegna sér­stakra eig­in­leika Iver­mect­in myndi senni­lega vera ógern­ing­ur að ná sam­bæri­leg­um styrk lyfs­ins í blóðrás sjúk­linga við það sem notað var í til­raun­inni.

Hæp­in rann­sókn

Í nóv­em­ber í fyrra birt­ist svo óritrýnd grein á gátt­inni Rese­arch Square um virkni og ör­yggi Iver­mect­in þar sem Ah­med Elgazz­ar, vís­indamaður við Benha-há­skóla í Egyptalandi, var aðal­höf­und­ur.

Þar sagði að kór­ónu­veiru­sjúk­ling­ar, sem lagðir voru á sjúkra­hús og gefið Iver­mect­in snemma, hefðu sýnt „veru­leg­ar fram­far­ir og dregið hefði úr dauðsföll­um“ sem nam 90%.
Egypska grein­in hef­ur nú verið dreg­in til baka vegna margra galla á rann­sókn­inni og að text­inn í henni var að stór­um hluta stol­inn. 

Útslagið um að ekki væri mark tak­andi á grein­inni gerði að 79 sjúk­linga­skrár voru greini­lega tví­tekn­ing á öðrum skrám, sem lágu grein­inni til grund­vall­ar. 

Öflugt snýkju­dýra­lyf

Iver­mect­in er öfl­ugt lyf gegn sníkju­dýr­um. Mest er það notað í sunn­anverðri Afr­íku og hef­ur bjargað millj­ón­um manna frá blindu og öðrum mein­um og jafn­vel dauða og út­rýmdi fjár­kláðamítl­in­um á Íslandi. Árið 2015 fengu írski sníkju­dýra­fræðing­ur­inn William C. Camp­bell og jap­anski líf­efna­fræðing­ur­inn Satos­hi Omura nó­bel­inn í lækn­is­fræði fyr­ir að þróa virka efnið Aver­mect­in á síðustu öld gegn smiti þráðorma, sem valda meðal ann­ars fíla­veiki og fljóta­blindu. Við frek­ari þróun varð til Iver­mect­in, sem er enn virk­ara. Fíla­veiki og ár­blinda heyra vegna þessa lyfs nú næst­um sög­unni til.

Efa­semd­ir um virkni Iver­mect­in gegn kór­ónu­veirunni hafa alla tíð verið mikl­ar. Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in gaf út í mars að ekki ætti að gefa kór­ónu­veiru­sjúk­ling­um Iver­mect­in, nema það væri í rann­sókn­ar­skyni. Vís­bend­ing­ar um að lyfið hefði áhrif á dán­artíðni eða stuðlaði að lækn­ingu væru afar tak­markaðar og óá­byggi­leg­ar.
„Lít­ill kostnaður og mikið fram­boð gefa að mati nefnd­ar­inn­ar ekki til­efni til að nota lyf, sem óvíst er að geri nokk­urt gagn og viðvar­andi ástæða er til að halda að geti valdið skaða,“ sagði í niður­stöðu Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar.

Fyrr í sama mánuði gáfu sótt­varna­yf­ir­völd ESB út svipuð til­mæli. Á heimasíðu banda­ríska mat­væla- og lyfja­eft­ir­lits­ins, FDA, er síða þar sem er spurt og svarað. Þar er spurn­ing­in „Ætti ég að taka Iver­mect­in til að fyr­ir­byggja eða vinna á Covid-19?“ Svarið er stutt: „Nei.“

Nán­ar er fjallað um málið í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heim­ild­ir: Los Ang­eles Times, The Guar­di­an, Der Spieg­el og AFP.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka